Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. maí 2017 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sir Alex: Pressan á Wenger er fáránleg
Ferguson stendur með Wenger.
Ferguson stendur með Wenger.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, goðsögn hjá Manchester United og fyrrum þjálfari liðsins, segir að pressan sem Arsene Wenger sé undir hjá Arsenal sé algjörlega fáránleg. Hann efast um að félagið geti fundið annan knattspyrnustjóra eins og hinn franska Wenger.

Núgildandi samningur Wenger rennur út í sumar, en hann hefur verið í 21 ár hjá félaginu. Hann á eftir að tilkynna það hvort að hann verði áfram eða hætti að tímabilinu loknu.

Ferguson sem barðist við Wenger í ensku úrvalsdeildinni í 17 ár, áður en hann hætti árið 2013, efast um að Arsenal viti það í alvöru hvað þeir hafa í Wenger.

„Í augnablikinu, auðvitað, þá er Wenger undir fáránlegri pressu og ég velti því fyrir mér hvort þeir geri sér grein fyrir því sem hann hefur gert fyrir félagið," sagði Ferguson

„Það sem er best við hann er þetta: hann hefur þurft að þola gríðarlega gagnrýni mánuðum saman núna, og hann hefur aldrei bognað undan pressu. Hann hefur staðið í gegnum þetta og sýnt vilja og þrautseigju. Þegar þú lítur á það, þá eru það gæði, og ég veit ekki hvort þeir finni annan stjóra eins og hann."

„Það er auðvelt að segja, losið ykkur við hann, en hvað fáið þið í staðinn?" sagði Ferguson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner