Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 22. maí 2017 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Tvö Íslendingalið töpuðu stórt
Elías Már spilaði síðustu 10 mínúturnar í stórsigri.
Elías Már spilaði síðustu 10 mínúturnar í stórsigri.
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum var að ljúka í sænsku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Fjögur Íslendingalið voru að spila og það var einn Íslendingaslagur.

IFK Göteborg heimsótti GIF Sundsvall og úr varð auðveldur sigur hjá Göteborg. Þeir voru 3-0 yfir í hálfleik og kláruðu leikinn 4-0.

Hjá heimamönnum í Sundsvall byrjaði Kristinn Steindórsson, en nafni hans, Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn á sem varamaður. Elías Már Ómarsson spilaði síðustu tíu mínúturnar hjá Göteborg.

Elfsborg fór létt með Jönköpings Södra þar sem Árni Vilhjálmsson var ekki í leikmannahópi Jönköpings.

Bakvörðurinn Haukur Heiðar Hauksson er enn meiddur og spilaði ekki með AIK er liðið lagði Djurgården.

GIF Sundsvall 0 - 4 IFK Göteborg
0-1 Tobias Hysén ('31)
0-2 Emil Salomonsson ('34, víti)
0-3 Tobias Hysén ('44)
0-4 Mads Albæk ('86)
Athugasemdir
banner
banner