Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. maí 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfarinn gagnrýnir Ögmund: Vill meira frá landsliðsmanni
Þjálfarinn gagnrýnir Ögmund.
Þjálfarinn gagnrýnir Ögmund.
Mynd: Getty Images
Ögmundur Kristinsson, landsliðsmarkvörður Íslands, gerði sig sekan um mistök þegar Hammarby gerði 1-1 jafntefli gegn Sirius.

Leikurinn var í sænsku úrvalsdeildinni í gær, en Sirius komst yfir í leiknum á 12. mínútu. Íslendingalið Hammarby jafnaði hins vegar þegar fyrri hálfleikurinn var að klárast og niðustaðana var jafntefli.

Þjálfari Hammarby, Jakob Michelsen, var ekki sáttur með Ögmund í leiknum og gagnrýndi hann í fjölmiðlum eftir leikinn.

„Hann verður að vera betri. Hann hefur átt sök að síðustu fimm mörkunum sem við höfum fengið á okkur," sagði Michelsen.

„Ég vil sjá miklu meira frá íslenskum landsliðsmarkverði. Ég vil sjá meira frá leikmanni sem var í landsliðshópnum á EM 2016."

„Ögmundur vill það besta fyrir Hammarby. Hann æfir vel og er mjög alvarlegur," sagði Michelsen við Aftonbladet.

Hér að neðan má sjá markið í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner