Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   mán 22. maí 2017 22:18
Magnús Már Einarsson
Willum: Við eigum ekki að stoppa
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var nokkuð brattur í viðtali eftir leik liðsins gegn Val í kvöld þrátt fyrir 2-1 tap.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 KR

„Mér fannst við spila feykilega vel í fyrri hálfleik," sagði Willum við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Þegar við klikkuðum á víti og náðum ekki að jafna þá náðu þeir að komast í gegnum flata vörnina. Það var út úr karakter. Þeir bættu við marki og gerðu stöðuna erfiðari. Við gáfumst aldrei upp og vorum alveg eins líklegir til að jafna hér í síðari hálfleik."

KR-ingar mótmæltu mikið eftir annað mark Vals. Sigurður Egill Lárusson slapp þá í gegn og skoraði en Kristinn Ingi Halldórsson, sem var rangstæður, hafði fyrst hlaupið á eftir stungusendingunni áður en hann hætti við.

„Hann var auðvitað kolrangstæður en þetta er auðvitað lexía. Við eigum ekki að stoppa og trúa því þegar það er ekki búið að flauta. Við eigum að geta hlaupið inn alveg eins og þeirra seinna hlaup," sagði Willum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner