Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 22. maí 2018 22:01
Elvar Geir Magnússon
Byrjaði að æfa fótbolta í fyrra - Hélt hreinu í Pepsi í kvöld
Aron Elí Gíslason í leiknum í kvöld.
Aron Elí Gíslason í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hinn tvítugi Aron Elí Gíslason hélt hreinu fyrir KA í sínum fyrsta mótsleik í meistaraflokki en hann lék í markinu gegn Keflavík í Pepsi-deildinni í kvöld.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Aron Elí hefur æft handbolta og golf en hann byrjaði að æfa fótbolta í febrúar á síðasta ári.

Í fyrra vakti athygli þegar Aron var á bekknum gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni en í viðtali við Fótbolta.net sagðist hann síðast hafa æft fótbolta í 4. flokki.

Aron Dagur Birnuson, efnilegur markvörður KA, var lánaður í Völsung fyrir mótið og Aron Elí hefur því verið varamarkvörður í upphafi móts.

Þegar aðalmarkvörðurinn Cristian Martínez meiddist í upphitun fyrir leikinn í kvöld fékk Aron Elí tækifæri í markinu og hélt markinu hreinu í 0-0 jafntefli.

Aron er í miklum metum hjá stuðningsmönnum KA eins og kom fram í textalýsingu frá leik kvöldsins.

„Sigurbergur á fyrirgjöf inn á teig KA. Aron Elí kemur út og grípur vel inn í. Uppsker lófaklapp frá stuðningsmönnum KA," skrifaði okkar maður á Akureyri í textalýsinguna.

Keflavík er með tvö stig eftir fimm leiki í Pepsi-deildinni en KA er með fimm.
Athugasemdir
banner
banner
banner