þri 22. maí 2018 22:48
Elvar Geir Magnússon
Hallgrímur segir heimskulegt að spila á Akureyrarvelli
Mynd sem tekin var af Akureyrarvelli fyrr í þessum mánuði.
Mynd sem tekin var af Akureyrarvelli fyrr í þessum mánuði.
Mynd: KA
Akureyrarvöllur er ekki í góðu standi og Hallgrímur Jónasson, miðvörður KA, er allt annað en sáttur við að spilað sé á vellinum. Þetta kemur fram í viðtali við hann á Vísi eftir markalaust jafntefli gegn Keflavík.

„Aðstæðurnar eru bara ömurlegar. Það er erfitt að spila fótbolta á vellinum og í raun bara heimskulegt. Alltof mikil áhætta. Aðstæðurnar er bara það slæmar að það er ekki neitt voðalega skemmtilegt að horfa á leikinn eða spila hann á meðan völlurinn er svona," sagði Hallgrímur.

Framtíðaráætlanir KA eru að gera alvöru heimavöll á félagssvæði sínu og spila á gervigrasi.

Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur, sagði í viðtali við Fótbolta.net að leikurinn hafi verið lagður upp með vallaraðstæður í huga.

„Það er ekki oft sem maður segir við liðið sitt og leikmenn, 'passið ykkur að spila ekki of mikinn fótbolta.' Ég viðurkenni það, ég sagði það í dag. Það var virkilega erfitt að halda boltanum á jörðinni," sagði Guðlaugur.

Keflavík er með tvö stig eftir fimm leiki í Pepsi-deildinni en KA er með fimm.
Athugasemdir
banner
banner
banner