þri 22. maí 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona verður aðalbúningur Arsenal á næstu leiktíð
Mynd: Arsenal
Næsta tímabil verður sérstakt fyrir Arsenal. Arsene Wenger erður ekki á hliðarlínunni að stýra liðinu eftir að hafa gegn stjórastarfinu hjá félaginu síðustu 22 árin.

Eins og staðan er núna þykir mjög líklegt að næsti stjóri liðsins verði Unai Emery.

Emery fékk ekki nýjan samning hjá Paris Saint-Germain og samkvæmt fjölmiðlum á Englandi verður hann ráðinn nýr stjóri Arsenal á allra næstu dögum.

Arsenal endaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildinnar á liðnu tímabili.

Arsenal hefur gefið út nýjan aðalbúning fyrir næstu leiktíð sem má sjá mynd af hér til hliðar. Einnig er hægt að horfa á myndband hér að neðan sem gefið var út í tengslum við nýja búninginn.

Henrikh Mkhitaryan, Pierre-Emerick Aubameyang, Hector Bellerin, Mesut Özil og Alex Iwobi tóku þátt í að frumsýna búninginn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner