Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 22. júní 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álfukeppnin í dag - Þýskaland mætir Síle
Heimsmeistarar gegn Suður-Ameríkumeisturum
Hvað gerir Síle gegn heimsmeisturunum?
Hvað gerir Síle gegn heimsmeisturunum?
Mynd: Getty Images
Álfukeppnin í Rússlandi heldur áfram að rúlla í dag.

Riðlakeppnin er í fullum gangi og í dag fer fram umferð tvö í B-riðli.

Fyrri leikur dagsins er eins konar upphitun fyrir kvöldið ef svo má segja. Afríkumeistarar Kamerún mæta Ástralíu í beinni á RÚV.

Leikur kvöldsins er svo ekki af verri gerðinni! Þar mæta heimsmeistarar Þýskalands liði Síle, sem er Suður-Ameríkumeistari. Þessi lið unnu sína fyrstu leiki og það verður áhugavert að sjá hvernig leikurinn í kvöld fer. Hann er sýndur á RÚV 2.

Fimmtudaginn 22. júní
15:00 Kamerún - Ástralía (RÚV)
18:00 Þýskaland - Síle (RÚV 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner