fim 22. júní 2017 11:20
Magnús Már Einarsson
Ár síðan þjóðin trylltist yfir marki Arnórs Ingva
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag er eitt ár liðið síðan íslenska þjóðin trylltist af gleði þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið gegn Austurríki á EM.

Með markinu gulltryggði Arnór ekki einungis sætið í 16-liða úrslitum á EM heldur varð um leið ljóst að Ísland myndi mæta England.

Arnór Ingvi skoraði með lokaspyrnu leiksins eftir að Austurríkismenn höfðu sótt stíft í leit að sigurmarki.

Jafntefli nægði Íslandi til að komast áfram en tap hefði þýtt að liðið væri úr leik.

Fögnuðurinn var ótrúlegur þegar Arnór skoraði. Ógleymanlegt augnablik!

Smelltu hér til að lesa veglega upprifjun um leikinn í máli og myndum


Athugasemdir
banner
banner
banner