Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. júní 2017 16:16
Elvar Geir Magnússon
Everton að landa Sandro Ramirez
Sandro Ramirez.
Sandro Ramirez.
Mynd: Getty Images
Everton er að ganga frá kaupum á sóknarmanninum Sandro Ramirez eftir að hafa borgað 5,2 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans.

Þessi 21 árs leikmaður er með spænska U21-landsliðinu á Evrópumótinu í Póllandi.

Ramirez skoraði 14 mörk í La Liga á síðasta tímabili.

Hann fór í læknisskoðun hjá Everton fyrir EM og BBC segir að Everton hafi nú gengið frá öllum atriðum.

Everton hefur keypt markvörðinn Jordan Pickford frá Sunderland á 25 milljónir punda og miðjumanninn Davy Klaassen frá Ajax á 23,6 milljónir punda.

Ronald Koeman, stjóri Everton, vill einnig fá varnarmanninn Michael Keane frá Burnley og íslenska miðjumanninn Gylfa Sigurðsson frá Swansea.
Athugasemdir
banner
banner
banner