Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. júní 2017 13:59
Magnús Már Einarsson
Freyr: Harpa verður ekki fyrsti kostur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir, markadrottning úr Stjörnunni, er í hópnum sem fer á EM í Hollandi. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, fundaði með Hörpu í gær og tilkynnti henni að hún yrði í hópnum.

„Hún er öll að koma til og verður í fínu standi fyrir EM. Hún er okkur gríðarlega mikilvæg. Hún er markaskorari af guðs náð og var markahæst í undankeppninni," sagði Freyr á fréttamannafundi í dag.

„Harpa er ekki á þeim stað í dag að hún sé að fara að leiða liðið sem fyrsti kostur í framherjastöðunni. Hins vegar getur hún orðið ofboðslega mikilvæg fyrir okkur með því að koma inn í leiki og spila þær mínútur sem hún fær af fullum krafti."

„Ég veit að hún verður í nægilega góðu standi og mun taka þetta hlutverk og gera það nægilega vel. Ég þurfti að ræða hlutverkið við hana og hún tók því fagnandi. Þess vegna tökum við hana með."

Freyr segist hafa haft smá efasemdir á tímabili um að Harpa yrði ekki í hópnum.

„Hún hringdi í mig fyrir 4-5 vikum og þá var enginn vafi á að ástríðan væri til staðar og hún vill spila fyrir Ísland. Hún er í mjög góðu líkamlegu standi en við þurfum að hjálpa henni aðeins með kraft."

Harpa eignaðist sitt annað barn í lok febrúar en hún byrjaði að spila með Stjörnunni á nýjan leik í lok síðasta mánaðar.

Harpa varð markahæst allra leikmanna í undankeppni EM en hún skoraði tíu mörk í sex leikjum.

Smelltu hér til að sjá EM hópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner