Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. júní 2017 14:07
Magnús Már Einarsson
Freyr: Hólmfríður verður ekki í sama hlutverki
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, er í 23-manna hópnum sem fer á EM í Hollandi. Hólmfríður hefur ekkert spilað með landsliðinu á þessu ári eftir að hún ristarbrotnaði.

„Hólmfríður var að glíma við meiðsli og hún er komin á gott ról. Hennar hlutverk verður ekki eins og á síðustu stórmótum. Hún kemur inn sem stuðningur við hópinn og til að auka breiddina. Húna verður ekki í lykilhlutverki í liðinu en hennar hlutverk er samt mikilvægt," sagði Freyr.

„Hún mun leysa stöðu vængbakvarðar. Hún er X-faktor og við getum hent henni inn á í leikjum og andstæðingarnir vita ekkert hvað hún mun gera."

Sandra María Jessen sleit aftara krossband á Algarve í mars en hún er einnig klár í slaginn á nýjan leik.

„Hún hefur sýnt ótrúlega elju og vilja til að koma til baka. Hún er á góðum stað og kemur aftur í hópinn," sagði Freyr.

Dagný Brynjarsdóttir hefur einnig verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en Freyr vonast til að hún verði í góðum málum þegar EM hefst.

„Við bindum miklar vonir við að allt verði í standi hjá henni þegar flautað verður til leiks 18. júlí," sagði Freyr.

Smelltu hér til að sjá EM hópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner