Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. júní 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mónakó fær til sín ungstirni frá Barcelona (Staðfest)
Mónakó heldur áfram að styrkja sig.
Mónakó heldur áfram að styrkja sig.
Mynd: Getty Images
Frönsku meistararnir í Mónakó hafa gengið frá kaupum á Jordi Mboula, ungum leikmanni frá spænska stórveldinu Barcelona.

Mboula kemur úr akademíunni hjá Barcelona, La Masia, en hann hefur skrifað undir fimm ára samning við Mónakó. Talið er að Mónakó borgi 3 milljónir evra fyrir þennan efnilega leikmann.

Þessi 18 ára gamli leikmaður vakti mikla athygli fyrir nokkru þegar hann skoraði magnað mark gegn Dortmund, fyrir Barcelona, í Meistaradeild unglingaliða. Markið má sjá hér að neðan.

Talið var að hann myndi halda áfram þróun sinni hjá Börsungum, en hann hefur farið aðra leið og ætlar að reyna fyrir sér hjá Mónakó.

„Jordi Mboula hefur sýnt flotta hluti með unglingaliðum Barcelona og hér fær hann gott umhverfi til að bæta sig enn frekar," sagði Vadim Vasilyev, varaforseti Mónakó um kaupin.

Mónakó hefur heldur betur styrkt sig í sumar. Jordy Gaspar, Diego Benaglio og Soualiho Meite hafa samið við félagið.



Athugasemdir
banner
banner
banner