Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 22. júní 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pardew er tilbúinn að snúa aftur til starfa
Pardew var síðast stjóri Crystal Palace.
Pardew var síðast stjóri Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew er tilbúinn að snúa aftur í fótboltann. Hann hefur rætt við nokkur lið, en hann vill helst snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Hinn 55 ára gamli Pardew missti vinnuna hjá Crystal Palace í desember og hann hefur verið atvinnulaus síðan þá.

„Sem knattspyrnustjóri þá verðurðu að bíða eftir símtalinu og síðan verðurðu að taka ákvörðun um það hvort verkefnið sé það rétta," sagði Pardew við Sky Sports.

„Þú vilt ekki sjá menn fá sparkið, en þegar þú ert atvinnulaus þá verðurðu að fylgjast vel með hlutunum og hvert þeir stefna."

„Þetta verður stórt ár í ensku úrvalsdeildinni. Það eru miklir peningar í umferð og það verður að eyða þeim á skynsaman hátt."

„Það verða gerð mistök og vonandi get ég komið inn og hjálpað þegar þau eiga sér stað. Ég hef rætt við nokkra einstaklinga, en það er ekkert í spilunum eins og er," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner