Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. júní 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selma Dögg í háskólaboltann í Bandaríkjunum
Selma Dögg í leik með FH.
Selma Dögg í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Selma Dögg Björgvinsdóttir, leikmaður FH í Pepsi-deild kvenna, hefur skrifað undir samning við University of South Alabama í Bandaríkjunum.

Það var fyrirtækið Study & Play sem sá um að koma henni á framfæri hjá háskólanum.

Study & Play er í eigu og er rekið af Dagný Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur.

Dagný er landsliðskona og mun væntanlega spila með Íslandi á EM. Hún leikur með Portland Thorns í Bandaríkjunum og þar hefur hún getið af sér gott orð, en hún lék á sínum tíma í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í Flórída.

Thelma Björk á 12 A-landsleiki að baki, en hún lék einnig í háskólaboltanum í Bandaríkunum. Í dag leikur hún með Val.

Selma Dögg er lykilmaður hjá FH og hefur leikið alla leiki liðsins í Pepsi-deild kvenna í sumar.


Athugasemdir
banner
banner