Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. júní 2017 09:52
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Tillagan um knatthúsin klauf meirihlutann í Hafnarfirði
Tillagan var felld.
Tillagan var felld.
Mynd: Getty Images
Tillaga Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði um að byggja tvö knatthús í fullri stærð í bæjarfélaginu var felld í gær. Bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, studdu tillöguna ekki.

Samkvæmt tillögunni átti annað húsið að koma í Kaplakrika, félagssvæði FH, og hinn á Ásvöllum þar sem Haukar ráða ríkjum.

Björt framtíð segir að tillöguna hafi skort nauðsynleg fylgigögn, til dæmis kostnaðarmat og greinargerð um afleiddan rekstrarkostnað af byggingunum.

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, segir við RÚV að Sjálfstæðismenn ætli að leggja tillöguna aftur fram í haust í breyttri mynd. Málið sé mikilvægt – á annað þúsund krakkar æfi fótbolta bænum og aðstaðan sé orðin slök.
Athugasemdir
banner
banner