Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. júní 2017 21:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Tottenham bíður eftir að verðmiði Barkley lækkar
Tottenham er ekkert að stressa sig yfir Barkley
Tottenham er ekkert að stressa sig yfir Barkley
Mynd: Getty Images
Tottenham er tilbúið að bíða eftir því að Everton lækki verðmiðann þeirra á Ross Barkley í sumar en þetta er samkvæmt heimildum Sky Sports.

Tottenham er þessa stundina að einbeita sér að fá arftaka fyrir hægri bakvörðinn Kyle Walker en hann hefur mikið verið orðaður við Manchester City.

Þá er Tottenham einnig í leit að leikmanni í holunni fyrir aftan Harry Kane og er Barkley þar efstur á óskalista.

Samkvæmt Sky er verðmiðinn á Barkley um 50 milljónir punda en Barkley á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Everton og hefur hann gefið það í skyn að hann muni ekki skrifa undir nýjan samning í sumar. Everton mun því líklega selja hann í sumar.

Tottenham er tilbúið til þess að bíða allt til loka félagaskiptagluggans eftir Barkley en talið er að Tottenham muni ekki útiloka aðra leikmenn ef eitthvað áhugavert kemur upp á borðið.

Talið er að Arsenal hafi einnig áhuga á að fá Barkley til félagsins í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner