Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. júní 2018 10:46
Ingólfur Páll Ingólfsson
Albert Guðmunds fær nýjan þjálfara hjá PSV (Staðfest)
Albert á æfingu með landsliðinu
Albert á æfingu með landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson, leikmaður Íslenska landsliðsins og PSV í Hollandi er kominn með nýjan þjálfara.

Eftir að hafa leitt PSV til sigurs í Hollensku deildinni á síðustu leiktíð hefur Philip Cocu ákveðið að yfirgefa félagið og virðist að öllum líkindum vera að taka við Fenerbahce í Tyrklandi.

Í hans stað hefur félagið fengið Mark Van Bommel til þess að taka við þjálfarastarfinu. Mark Van Bommel þekkir vel til innan félagsins en hann spilaði yfir 250 leikið og skoraði 62 mörk sem leikmaður PSV.

Van Bommel er í augnablikinu í Rússlandi þar sem hann starfar fyrir Ástralska landsliðið sem aðstoðarmaður Bert Van Marwijk og mun taka við störfum hjá PSV eftir að heimsmeistaramótinu líkur.

Það verður spennandi að sjá hver framtíð Alberts Guðmundssonar verður hjá félaginu í kjölfar félagsskiptanna en hann vonast sjálfur eftir því að fá meiri spilatíma á næstu leiktíð.




Athugasemdir
banner
banner