Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. júní 2018 18:15
Egill Sigfússon
Ari Freyr: Þetta er ekki búið
Icelandair
Ari hefur enn trú á 16-liða úrslitum.
Ari hefur enn trú á 16-liða úrslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ekki búið, svo einfalt er það, það er enn einn leikur eftir, við eigum enn möguleika þótt þeir séu skrýtnir, sagði Ari Freyr Skúlason eftir 2-0 tap gegn Nígeríu í dag.

Ari kom inná sem varamaður í leiknum og sagði lítið annað í boði en að reyna sitt besta til að setja mark sitt á leikinn.

„Maður reynir bara að gera sitt besta svo einfalt er það, reyna að berjast og hvetja strákana áfram, það er ekki mikið meira hægt að gera en við fáum gott tækifæri í vítaspyrnunni en svona er fótboltinn."

Íslenska liðið var ólíkt sjálfu sér í seinni hálfleik í dag eftir fínan fyrri hálfleik að mati Ara.

„Ég held við séum mest svekktir með seinni hálfleikinn, þetta var bara þannig leikur að við vorum þokkalega solid í fyrri hálfleik, erum hættulegir í föstum leikatriðum en seinni hálfleikur var ekki líkt okkur."

Ari segir að allir í liðinu hafi trú á sigri í leiknum gegn Króatíu og núna sé bara að einblína á það verkefni.

„Það er bara þrjú stig í næsta leik, svo einfalt er það. Við ætlum að reyna að komast eins langt og við getum. Hugarfar okkar er þannig að við vorum smá daprir eftir leik en það hafa allir trú á að við getum unnið Króata líka.

Ragnar Sigurðsson fór meiddur útaf eftir að hafa fengið höfuðhögg en Ari lætur læknateymið algjörlega um að segja til um alvarleika meiðslana.

„Ekki hugmynd, læknirinn verður að segja til um það," sagði Ari Freyr að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner