Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. júní 2018 08:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Blatter segir VAR vera að bregðast
Vinátta í raun
Vinátta í raun
Mynd: Getty Images
Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA segir myndbandsdómgæslan, VAR sé að bregðast vegna þess hve óstöðug hún er.

Hinn 82 ára gamli Svisslendingur segir að FIFA ætti bara að nota einn myndbandsdómara í stað fjögurra líkt og gert er nú. Þannig gætu ákvarðanir myndbandsdómaranna verið stöðugri.

Blatter var mættur á leik Portúgals og Marokkó en Portúgal vann þann leik 1-0. Marokkó hefði viljað fá meira út úr VAR en þeir fengu í þeim leik.

„Ég held að þetta sé ekki rétta aðferðin. Ég er ekki á móti því að dómarar fái hjálp. Við byrjuðum á því með marklínutækninni. Ég er ekki á móti tækninni en hún er óstöðug," sagði Blatter.

Blatter var forseti FIFA áður en hann var bannaður öllum afskiptum af fótbolta árið 2015 vegna ótal skandala.

Hann er hins vegar í Rússlandi þrátt fyrir bannið en Blatter og Vladimir Pútín, forseti Rússlands eru miklir mátar og er Blatter gestur Pútíns á meðan mótinu stendur.
Athugasemdir
banner
banner