Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 22. júní 2018 12:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fabregas hrósar Íslandi: Ekki oft sem Messi er stöðvaður
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cesc Fabregas, leikmaður Chelsea, vinnur fyrir BBC á meðan HM í Rússlandi stendur yfir. Fabregas var ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir mótið og fékk því í staðinn vinnu á BBC.

Í morgunsárið skrifar hann hugleiðingar sínar um nokkra hluti sem skeð hafa á mótinu.

Hann skrifar þar meðal annars um Ísland og fyrsta leik okkar, hvernig við stöðvuðum Messi og Argentínu.

„Ísland setti ekki einn leikmann á Messi þegar þeir spiluðu við Argentínu, þeir voru með svo marga leikmenn til baka, hann fékk ekkert pláss," segir Fabregas.

„Það gerist ekki oft að eitthvað lið stöðvi Messi. Þú verður að hrósa Íslandi, þeir gerðu það mjög vel."

Smelltu hér til að lesa pistil Fabregas í heild sinni.

Ísland spilar sinn annan leik á HM í dag, gegn Nígeríu í Volgograd. Leikurinn hefst 15:00 og er í beinni textalýsingu á Fótbolta.net, auk þess sem hann er auðvitað sýndur á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner