Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 22. júní 2018 18:31
Magnús Már Einarsson
Hörður: Erfitt að verjast þegar við erum allir komnir fram
Icelandair
Hörður í leiknum í dag.
Hörður í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er auðvitað leiðinlegt að tapa 2-0," sagði Hörður Björgvin Magnússon, varnarmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið gegn Nígeríu í dag.

Við spiluðum vel í fyrri hálflek en þeir eru mjög fljótir og nýttu sér tækifæri bakvið varnarlínuna. Þeir gerðu það vel og kláruðu þetta þannig."

Ahmed Musa, framherji Leicester, skoraði bæði mörk Nígeríumanna.

„Þau voru voðalega basic. Við vorum í sókn og þeir tóku skyndisókn þar sem þeir nýttu hraðann sinn vel. Það er erfitt að verjast á móti þessu þegar við erum allir komnir fram og þurfum að spretta til baka."

Heitt var í Volgograd þegar leikurinn fór fram í dag. Hafði hitinn mikil áhrif á liðið? „Það spilar allt inn í en við kennum ekki hitanum um. Þeir voru bara tilbúnari en við í dag."

Ísland verður að vinna Króatíu og treysta á ekki of stóran sigur hjá Argentínu gegn Nígeríu til að komast áfram.

„Við viljum hafa pálmann í höndunum og geta klárað þetta sjálfir. Nú þurfum við að vinna Króatíu og treysta á að Argentína vinni ekki stórt. Við erum með fullan fókus á Króatíu," sagði Hörður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner