Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 22. júní 2018 06:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Jason Steele til Brighton (Staðfest)
Nýjasti leikmaður Brighton
Nýjasti leikmaður Brighton
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur fengið markvörðinn Jason Steele til liðsins en hann kemur frá Sunderland.

Steele lék 18 leiki fyrir Sunderland á síðustu leiktíð en liðið féll þá úr Championship deildinni eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni árið áður.

Steele verður varamarkvörður Brigton en aðalmarkvörður liðsins er Ástralinn Mat Ryan.

Tim Krul og Niki Maenpaa er líklega á leiðinni frá félaginu og þurftu þeir því varamarkvörð.

„Við erum himinlifandi að hafa fengið Steele, sem er markvörður með mikla reynslu enda spilað nærrum 300 leiki á hæsta stigi," sagði Chris Hughton stjóri Brighton.

Steele hefur áður spilað með Middlesbrough, Northampton og Blackburn.



Athugasemdir
banner
banner