fös 22. júní 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mexíkó og Serbía sektuð af FIFA
Úr leik Íslands og Mexíkó í mars.
Úr leik Íslands og Mexíkó í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Mexíkó hefur verið sektað af FIFA um rúmlega 7600 punda (rúmlega 1,1 milljón ísk.) vegna hegðunar stuðningsmanna í fyrsta leik liðsins á HM í Rússlandi.

Hópur stuðningsmanna Mexíkó söng niðrandi söngva í garð samkynhneigða á leiknum sem var gegn Þýskalandi. Til að mynda var þessi söngur sunginn þegar Manuel Neuer, markvörður Þjóðverja, gerði sig klárann í að taka markspyrnu á 24. mínútu.

Mexíkóar hafa oft og mörgum sinnum komið sér í vandræði fyrir að syngja niðrandi í garð samkynhneigða og hefur knattspyrnusambandið þar í landi oftar en ekki verið sektað. Knattspuyrnusambandið í Mexíkó hefur biðlað til stuðningsmanna að hætta þessum söngvum.

Mexíkó vann Þýskaland óvænt 1-0 í gær en næsti leikur liðsins við Suður-Kóreu á morgun.

FIFA hefur einnig sektað knattspyrnusamband Serbíu fyrir borða sem stuðningsmenn mættu með á leik liðsins við Kosta Ríka á sunnudag. Borðinn var „móðgandi og pólitískur".
Athugasemdir
banner
banner