fös 22. júní 2018 09:15
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ramos segir Maradona vera ljósárum á eftir Messi
Besti leikmaður sögunnar?
Besti leikmaður sögunnar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sergio Ramos, fyrirliði Spánar og Real Madrid segir að argentíska goðsögnin Diego Maradona sé ljósárum á eftir landa sínum, Lionel Messi en Maradona gagnrýndi Ramos.

Maradona sagði að Ramos væri engin stórstjarna í samanburði við Diego Godin, varnarmann Úrúgvæ og Atletico Madrid.

„Ég virði Maradona því hann er goðsögn. En ég get hins vegar sagt ykkur það að argentískur fótbolti veit að Maradona er ljósárum á eftir þeirra besta leikmanni, sem er Messi," sagði Ramos.

Maradona spilaði á fjórum heimsmeistarakeppnum fyrir Argentínu og leiddi þá til sigurs í Mexíkó 1986 og er af mörgum talinn einn af bestu leikmönnum sögunnar, ásamt Messi.

Ramos og Messi hafa þurft að kljást ansi oft í gegnum tíðina og hafa þeir háð marga bardaga sín á milli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner