Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. júní 2018 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þór/KA fer til Norður-Írlands og mætir Ajax
Íslandsmeistararnir mæta Ajax í Meistaradeildinni.
Íslandsmeistararnir mæta Ajax í Meistaradeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrr í dag var dregið í undanriðla Meistaradeildar kvenna. Þór/KA var í pottinum og var dregið í riðil með hollenska stórliðinu Ajax, Wexford Youth frá Írlandi og Linfield frá Norður-Írlandi. Riðillinn verður spilaður á Norður-Írlandi.

Linfield er gestgjafinn í þessum riðli og fara allir leikirnir fram í Belfast á Norður-Írlandi.

Leikdagar eru 7.-13. ágúst.

Alls komast 12 lið áfram úr undanriðlunum. Þau 10 lið sem vinna riðla sína komast áfram ásamt tveimur liðum með bestan árangur í öðru sæti. Tuttugu lið fara beint í 32-liða úrslit

Í fyrra valtaði Stjarnan yfir sinn undanriðil og komst í gegnum rússneska liðið Rossiyanka í 32-liða úrslitunum. Í 16-liða úrslitum var Slavia Prag of stór biti.

Ajax féll úr leik í 32-liða úrslitum í fyrra en gera má ráð fyrir því að baráttan um að komast upp úr þessum riðli verði á milli hollenska félagsins og þess íslenska.

Lyon er ríkjandi Evrópumeistari, en þær unnu Söru Björk Gunnarsdóttur og hennar stöllur í úrslitaleik á síðasta tímabili.



Athugasemdir
banner
banner
banner