Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júlí 2014 08:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Síðasta tímabil mitt í fótboltanum
Leikmaður 12. umferðar - Viggó Kristjánsson (Grótta)
Viggó Kristjánsson.
Viggó Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viggó í handboltanum með Gróttu.
Viggó í handboltanum með Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
,,Þetta var gríðarlega sætur sigur," sagði Viggó Kristjánsson leikmaður Gróttu við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 12. umferðar í 2. deild karla.

Grótta sigraði Huginn 4-3 í hörkuleik á Seltjarnaresi á laugardag þar sem dramatíkin var allsráðandi undir lokin.

,,Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik en þeir skoruðu tvívegis gegn gangi leiksins. Í síðari hálfleik komum við inn af krafti og komumst í 3-2 á 86. mínútu. Þeir náðu að jafna en við náðum að skora sigurmarkið í blálokin," sagði Viggó.

Sigurmark á 95. mínútu
Viggó skoraði tvívegis í leiknum en hann skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

,,Ég fékk skiptingu yfir á vinstri kantinn og náði að tjekka út áður en ég skrúfaði boltann í fjærhornið. Það var gríðarlega sætt að sjá boltann í netinu og þetta var einn sætasti sigur minn með Gróttu."

Grótta er eftir leikinn með 26 stig í 2. sæti í 2. deildinni, stigi á eftir toppliði Fjarðabyggðar. ,,Grótta á heima í 1. deild og mér finnst við vera með besta liðið í 2. deildinni. Markmiðið er að vinna deildina."

Ætlar yfiir í handboltann
Viggó er uppalinn hjá Gróttu en hann kom aftur til félagsins í vor eftir að hafa verið hjá Breiðabliki undanfarin tvö ár.

,,Í lok mars ákvað ég að hætta í fótbolta og fara aftur í handboltann. Ég spilaði með Gróttu á móti ÍR í umspili um sæti í N1-deildinni. Ég var búinn að heyra í nokkrum liðum í fótboltanum áður en ég ákvað að fara aftur í handboltann. Ég ætlaði ekki að spila fótbolta í sumar en ef það væri með einhverju liðið þá yrði það Grótta," sagði Viggó.

,,Þetta er síðasta tímabil mitt í fótboltanum því ég mun byrja af krafti í handboltanum í haust. Það væri draumur að klára síðasta alvöru tímabilið í fótboltanum með því að komast upp um deild," sagði Viggó sem æfði bæði handbolta og fótbolta upp alla yngri flokkana.

,,Ég var í U17 í báðum íþróttum og þá þurfti maður að velja og ég valdi fótboltann. Ég vildi sjá hversu langt ég gæti náð. Mér fannst ég vera kominn á endastöð hjá Breiðabliki. Ég taldi að ég væri ekki á leið í atvinnumennsku á næstu árum og þá vildi ég ekki vera í þessu lengur. Ég vildi fara aftur í handboltann og sjá hversu langt ég get náð þar."

Viggó ætlar að spila með Gróttu í 1. deildinni í handbolta á næsta tímabili. ,,Grótta er að mínu mati handboltaklúbbur og slæmt að þeir hafi ekki verið í úrvaldseildinni síðustu þrjú tímabil. Ég vona að við getum rifið þetta upp í vetur og fest Gróttu í sessi í efstu deild í handbolta. Það er mikil handboltamenning á nesinu," sagði Viggó að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 10. umferðar: Jón Gísli Ström (ÍR)
Leikmaður 9. umferðar: Björn Axel Guðjónsson (Njarðvík)
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Jónasson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 7. umferðar: Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð)
Leikmaður 6. umferðar: Atli Haraldsson (Sindri)
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner
banner