þri 22. júlí 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Blind og Hummels til Man Utd?
Powerade
Mats Hummels.
Mats Hummels.
Mynd: Getty Images
Hvar endar Drogba?
Hvar endar Drogba?
Mynd: Getty Images
Það er mikið að gera hjá knattspyrnustjórum á Englandi á leikmannamarkaðinum þessa dagana. Kíkjum á helsta slúðrið í dag.



Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, ætlar að reyna að sannfæra Didier Drogba um að koma til félagsins frekar en að fara aftur til Chelsea. (Daily Star)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, er að undirbúa 17 milljóna punda tilboð í Daley Blind leikmann Ajax. (Daily Express)

Manchester United er að kaupa Mats Hummels varnarmann Borussia Dortmund á 16 milljónir punda. (Daily Mail)

Tottenham hefur fengið þau skilaboð að félagið verði að borga 25 milljónir punda til að kræja í Antoine Griezmann leikmann Real Sociedad. Chelsea og Monaco hafa einnig áhuga. (Daily Telgraph)

Manchester City ætlar að láta Javi Garcia og Alvaro Negredo fara. (Daily Mirror)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki ætla að fá framherja til félagsins í sumar sem þýðir að Mario Balotelli er ekki að koma frá AC Milan. (Daily Star)

Tiago Mendes hefur hafnað tilboði um að ganga aftur í raðir Chelsea. Þessi 33 ára gamli portúgalski miðjumaður hefur þess í stað skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Atletico Madrid. (Talksport)

PSG ætlar að fá Angel Di Maria á láni frá Real Madrid. (Daily Express)

Leicester vill fá kantmanninn Florent Malouda frá Trabonzspor í Tyrklandi. (Daily Mirror)

Watford hefur hafnað 6,5 milljóna punda tilboði frá Leicester í Troy Deeney. (Leicester Mercury)

Fabio Borini ætlar að hafna Sunderland og berjast fyrir sæti sínu hjá Liverpool. (Newcastle Chronicle)

Darron Gibson mun snúa aftur í lið Everton eftir níu mánaða fjarveru þegar liðið mætir Tranmere á þriðjudag. (Liverpool Echo)

Arsenal, Manchester United og Chelsea vilja öll krækja í hinn 15 ára gamla Reece Oxford frá West Ham. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner