Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júlí 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bojan gæti verið á leið til Stoke City
Bojan í leik með AC Milan
Bojan í leik með AC Milan
Mynd: Getty Images
Bojan Krkic, framherji Barcelona á Spáni, gæti verið á leið til Stoke City í ensku úrvalsdeildinni en Mark Hughes, stjóri félagsins, bíður eftir svari frá spænska framherjanum.

Stoke City hefur átt í viðræðum við Barcelona um Bojan en þessi 23 ára sóknarmaður var á láni frá félaginu hjá Ajax í Hollandi á síðustu leiktíð.

Deportivo La Coruna og Olympiakos hafa einnig áhuga á að fá hann en Hughes vill þó ólmur fá hann til Stoke og styrkja þar með framlínuna.

;,Ég heyrði ekkert um helgina en mun sennilega heyra meira bráðlega. Hann er ungur leikmaður sem hefur sannað sig á hæsta stigi og er mjög ólíkur þeim leikmönnum sem við erum þegar með," sagði Hughes.

,,Vissulega hefur hann undanfarin ár verið í lægð en þú spilar ekki hundrað leiki fyrir Barcelona án þess að hafa hæfileika," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner