þri 22. júlí 2014 17:31
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Heimasíða Stoke 
Bojan skrifaði undir hjá Stoke City (Staðfest)
Bojan Krkic.
Bojan Krkic.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarliðið Stoke City hefur tilkynnt um komu Spánverjans Bojan frá Barcelona.

Bojan skrifaði undir fjögurra ára samning hjá Stok, en ekki er gefið upp hve háa upphæð félagið greiddi fyrir framherjann.

Þessi 23 ára gamli leikmaður þótti mikið efni á sínum tíma og steig sín fyrstu skref með aðalliði Barcelona einungis 17 ára gamall árið 2007. Hann skoraði 26 mörk í 104 leikjum áður en hann fór til Roma og Milan á Ítalíu.

Síðustu leiktíð lék hann sem lánsmaður með Ajax og varð hollenskur meistari með félaginu.

Bojan er fimmti leikmaðurinn sem Mark Hughes fær til Stoke í sumar. Áður höfðu þeir Mame Biram Diouf, Steve Sidwell, Phil Bardsley og Dionatan Teixeira skrifað undir hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner