Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. júlí 2014 13:30
Elvar Geir Magnússon
Douglas Costa: Værum í lífshættu í Úkraínu
Douglas Costa.
Douglas Costa.
Mynd: Getty Images
Sex leikmenn Shaktar Donetsk í Úkraínu neita að snúa aftur til landsins vegna ástandsins í landinu. Þar á meðal er brasilíski miðjumaðurinn Douglas Costa.

„Það væri lífshættuleg áhætta að núa aftur. Ég er hrifinn af borginni, félaginu og fólkinu en ég er hræddur. Ég vil vera áfram hjá félaginu en við þurfum að hafa öruggar vinnuaðstæður," segir Costa.

Costa er 23 ára og hefur verið hjá Shaktar síðan 2010 og unnið fimm meistaratitla í Úkraínu í röð.

Hann er staddur í Frakklandi þar sem Shaktar lék æfingaleik við Lyon. Með honum þar eru Brasilíumennirnir Fred, Dentinho, Alex Teixiera og Ismaily ásamt argentínska sóknarmanninum Facundo Ferreyra. Þeir neita að snúa aftur til Úkraínu.

Stríðsástand ríkir í Úkraínu en eins og allir vita var farþegaflugvél Malaysian Airlines sprengd í loft upp yfir landinu.

Eigandi Shaktar, milljarðamæringinn Rinat Akhmetov, hefur sagt að félagið gæti leitað lagalegrar aðstoðar til að neyða leikmennina sex til að koma aftur til Úkraínu. Úrvalsdeildin í landinu fer af stað á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner