Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. júlí 2014 14:47
Magnús Már Einarsson
Indriði á förum frá Val - Orðaður við FH
Indriði Áki Þorláksson.
Indriði Áki Þorláksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Indriði Áki Þorláksson mun yfirgefa herbúðir Vals áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.

Indriði hefur ekkert mætt á æfingar hjá Val síðan í síðustu viku en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net. Óvíst er hvort hann fari frá Val á láni eða hvort eitthvað félag kaupi hann.

,,Það er eitthvað flókið mál. Ég bara veit ekki alveg hvað gerist, hvort ég fari á lán eða hvort eitthvað lið kaupi mig," sagði Indriði við Fótbolta.net í dag.

,,Það eru einhver lið búin að tala við mig en það fer eftir Val hvað gerist."

FH-ingar gætu fengið nýjan framherja í sínar raðir á næstu dgönum til að fylla skarð Alberts Brynjars Ingasonar og Kristjáns Gauta Emilssonar sem eru á förum. Orðrómur er um að FH hafi áhuga á að krækja í Indriða Áka.

,,Hugsanlega," sagði Indriði aðspurður hvort hann hafi rætt við FH-inga en hann vildi ekki gefa meira upp um málið.

Indriði er fæddur árið 1995 en hann hefur skorað níu mörk í 29 deildar og bikarleikjum með Val.
Athugasemdir
banner