Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. júlí 2014 20:15
Brynjar Ingi Erluson
James Rodriguez: Draumur að rætast
James Rodriguez í treyju Real Madrid
James Rodriguez í treyju Real Madrid
Mynd: Getty Images
Kólumbíski snillingurinn James Rodriguez var í dag kynntur sem leikmaður Real Madrid en hann var keyptur á 80 milljónir evra frá AS Monaco.

Rodriguez, sem er fæddur árið 1991, var stórkostlegur með kólumbíska landsliðinu á HM í sumar og var meðal annars markahæsti maður mótsins.

AS Monaco og Real Madrid hafa átt í viðræðum um Rodriguez að undanförnu en í dag var hann staðfestur hjá félaginu og mun hann leika í treyju númer 10.

,,Ég er ánægður að vera kominn hingað. Þetta er draumur að rætast hjá mér og vonandi kem ég til með að vinna marga titla. Hala Madrid," sagði Rodriguez í sínu fyrsta viðtali.

James gerði sex ára samning við Madrídinga en hann mun þéna um það bil 7 milljónir evra á tímabili.

Hann var stoðsendingakóngur frönsku deildarinnar í fyrra og var þá valinn bestur í liði Monaco en óhætt er að segja að samkeppnin verður rosalega í spænsku deildinni á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner