Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júlí 2014 12:05
Daníel Freyr Jónsson
James Rodriguez til Real Madrid (Staðfest)
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur staðfest kaupin á kólumbíska landsliðsmanninum James Rodriguez frá Monaco.

Þessi 23 ára gamli leikmaður skrifaði undir sex ára samning hjá Evrópumeisturunum.

Talið er að Real greiði 80 milljónir evra fyrir Rodriguez, en hann sló í gegn á HM í sumar og var þar markahæsti maður mótsins. Skoraði hann sex mörk í 5 leikjum og fór fyrir liði Kólumbíu sem komst í 8-liða úrslit.

Rodriguez gekk í raðir Monaco fyrir einungis ári síðan. Skoraði hann 9 mörk 34 leikjum, auk þess sem hann átti flestar stoðsendingar í frönsku deildinni í vetur.

Um er að ræða önnu kaup Real Madrid í sumar eftir að Toni Kroos kom til liðsins í síðustu viku og er ljóst að leikmannahópur liðsins hefur sjaldan eða aldrei verið sterkari.

Kaupin á Rodriguez eru þau fimmtu stærstu í sögunni. Einungis Cristiano Ronaldo, Gareth Bale, Neymar og Luis Suarez hafa kostað meira.
Athugasemdir
banner
banner
banner