Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. júlí 2014 16:57
Elvar Geir Magnússon
Kassim Doumbia í þriggja leikja bann
Kassim ósáttur við Þorvald dómara.
Kassim ósáttur við Þorvald dómara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kassim Doumbia, varnarmaður FH, fær þriggja leikja bann eftir brottvísunina gegn Breiðabliki í gær. Sjálfkrafa fékk hann einn leik í bann en aganefnd KSÍ bætti tveimur leikjum við vegna framkomu hans eftir að hafa fengið rauða spjaldið.

Hann missir af leikjum gegn Fylki, KR og ÍBV.

Kassim var ósáttur við spjöldin sem hann fékk í leiknum og missti stjórn á skapi sínu eftir að hafa fengið rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Hann reif í hendina á Þorvaldi Árnasyni dómara með þeim afleiðingum að Þorvaldur missti rauða spjaldið.

Fjórir leikmenn úr Pepsi-deild karla voru dæmdir í leikbönn á fundi aganefndarinnar í dag. Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölni), Ingi Freyr Hilmarsson (Þór) og Tryggvi Sveinn Bjarnason (Fram) fá eins leiks bann hver vegna uppsafnaðra áminninga.

Þá voru nokkrir leikmenn úr 1. deild dæmdir í eins leiks bann vegna uppsafnaðra áminninga en það eru: Hafsteinn Rúnar Helgason (BÍ/Bolungarvík), Kristján Páll Jónsson (Leikni), Hörður Magnússon (HK), Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA), Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.) og Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur).

Sjá meira:
Kassim Doumbia: Myndi aldrei slá dómara
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner