þri 22. júlí 2014 17:28
Elvar Geir Magnússon
Líkamsárásin á Hellissandi: Úrskurði frestað
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Aganefnd KSÍ tók ekki fyrir líkamsárásina á Hellissandi á fundi sínum í dag. Úrskurðinum hefur verið frestað um viku en bæði félög fá tækifæri til að senda inn gögn vegna málsins.

Leikmaður 2. flokks Snæfellsness var lagður inn á spítala eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í leik gegn Sindra.

Betur fór en á horfðist og hefur leikmaðurinn verið útskrifaður af sjúkrahúsinu en er undir eftirliti lækna.

Atvikið átti sér stað á lokasekúndum leiksins þegar leikmaður Sindra, fæddur árið 1998, missti stjórn á skapi sínu og réðst á leikmann Snæfellsness með þeim afleiðingum að hann slasaðist illa og strax var kallað á lögreglu og sjúkralið.

Leikmaður Sindra sparkaði meðal annars í leikmann Snæfellsnes þegar hann lá liggjandi í jörðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner