Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júlí 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Livermore: Það var rétt hjá Ince að hafna Inter
Mynd: Getty Images
Jake Livermore, leikmaður Hull City á Englandi, segir það hafa verið rétta ákvörðun hjá Tom Ince að hafna ítalska stórliðinu Internazionale fyrir Hull.

Ince, sem er sonur hins heimsfræga Paul Ince, ólst upp hjá Liverpool áður en hann var látinn fara til Blackpool.

Hann lék vel með Blackpool áður en hann var lánaður til Crystal Palace þar sem hann þótti ekki standa sig neitt sérstaklega á síðustu leiktíð.

Hann fékk tilboð frá stórliðum á borð við Internazionale á Ítalíu og AS Monaco í Frakklandi í sumar en hafnaði þeim fyrir Hull City.

;,Þetta var frábært tækifæri fyrir hann að koma hérna og spila úrvalsdeildarbolta. Tom er með mikil gæði og það er frábært fyrir hann að koma með það hingað til okkar," sagði Livermore.

;,Það er mikið af fólki sem kom til mín eftir að ég sagði vilja fara til Hull og það sagði að ég gæti farið til stærri félaga. Það snýst ekki um það í lok dags heldur hvort þú sért ánægður með félagið, stjórann og leikmennina í kringum þig."

,,Þetta snýst líka um áskoranir. Ef ég hefði viljað fara auðveldu leiðina þá hefði ég verið áfram hjá Tottenham og verið þar út síðustu þrjú eða fjögur árin sem ég átti eftir þar en ég vildi verða partur af einhverju og Hull hjálpaði mér að gera það,"
sagði Livermore að lokum.
Athugasemdir
banner