Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. júlí 2014 16:13
Magnús Már Einarsson
Liverpool að fá Manquillo á láni
Javier Manquillo.
Javier Manquillo.
Mynd: Getty Images
Liverpool er í bílstjórasætinu í baráttunni um Javier Manquillo vinstri bakvörð Atletico Madrid.

Liverpool og Arsenal hafa bæði verið að reyna að krækja í þennan tvítuga leikmann á láni.

Samkvæmt frétt Sky er líklegra að leikmaðurinn endi hjá Liverpool.

Manquillo lék einungis þrjá leiki með Atletico á síðasta tímabili þar sem hann var í samkeppni við Filipe Luis um sæti í liðinu.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er á fullu að reyna að styrkja leikmannahópinn fyrir næsta tímabil en framherjarnir Loic Remy og og Divock Origi eru báðir á leið í læknisskoðun hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner