Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. júlí 2014 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi-kvenna: Stjarnan lagði Breiðablik - FH tapaði í Krikanum
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi-deild kvenna en Stjarnan sigraði þar Breiðablik í stórleik umferðarinnar.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði eina mark leiksins er Stjarnan sigraði Breiðablik með einu marki gegn engu en markið kom úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Brotið var þá á Hörpu innan teigs.

Afturelding lagði þá FH með einu marki gegn engu í Kaplakrika en þetta var annar sigur Aftureldingar á tímabilinu. Stefanía Valdimarsdóttir skoraði sigurmarkið á 61. mínútu.

Stjarnan er því í efsta sæti deildarinnar með 27 stig á meðan Breiðablik er í þriðja sæti með 19 stig. FH kemur næst með átta stig í áttunda sæti en Afturelding í níunda sæti með 6 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Stjarnan 1 - 0 Breiðablik
1-0 Harpa Þorsteinsdóttir ('42, víti )

FH 0 - 1 Afturelding
0-1 Stefanía Valdimarsdóttir ('61 )
Athugasemdir
banner
banner