Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júlí 2014 17:30
Magnús Már Einarsson
Steve Kean gerir það gott í Singapúr
Steve Kean.
Steve Kean.
Mynd: Getty Images
Steve Kean, fyrrum stjóri Blakburn, er þessa dagana þjálfari Brunei DPMM í Singapúr þar sem hann er að gera góða hluti.

Kean og félagar eru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar og þá er Brunei einnig í undanúrslitum í bikarkeppninni.

Í dag komst liðið síðan í úrslit í deildabikarnum með sigri á Geylang International en liðið mætir Tanjon Pagar United í úrslitaleik.

Kean stýrði Blackburn frá 2010 til 2012 og átti alls ekki sjö dagana sæla en leitun er að knattspyrnustjóra sem hefur verið jafn óvinsæll hjá stuðningsmönnum og hann var.

Skotinn er hins vegar mun vinsælli í Singapúr þar sem hann gæti unnið þrjá titla á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner