Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 22. júlí 2014 08:30
Fótbolti.net
Úrvalslið 12. umferðar - Tveir KR-ingar í sóknarlínunni
Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, er í liðinu.
Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, er í liðinu.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður ÍBV.
Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tólftu umferð Pepsi-deildarinnar lauk í gær þegar FH vann Breiðablik 4-2 í mögnuðum leik þar sem Hafnarfjarðarliðið lék einum færri stóran hluta. Jón Ragnar Jónsson og Emil Pálsson eru í úrvalsliði umferðarinnar.

Eiður Aron Sigurbjörnsson og Brynjar Gauti Guðjónsson voru frábærir í vörn ÍBV þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Fram. Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður Fjölnis, stóð sig vel þó liðið hafi tapað gegn Víkingum. Sigurmarkið skoraði Igor Taskovic sem er í úrvalsliðinu.

Sandor Matus hélt hreinu þrátt fyrir harða hríð Keflavíkur að marki Þórs og varði til að mynda víti í lokin. Stjarnan vann Fylki í Árbænum og á tvo fulltrúa. Í fremstu víglínu úrvalsliðsins má finna tvo leikmenn KR; Gary Martin og Kjartan Henry Finnbogason, eftir 4-1 útisigur gegn Val.



Úrvalslið 12. umferðar:
Sandor Matus – Þór

Jón Ragnar Jónsson – FH
Bergsveinn Ólafsson – Fjölnir
Eiður Aron Sigurbjörnsson – ÍBV
Brynjar Gauti Guðjónsson – ÍBV

Arnar Már Björgvinsson – Stjarnan
Igor Taskovic – Víkingur
Emil Pálsson – FH

Gary Martin – KR
Rolf Toft – Stjarnan
Kjartan Henry Finnbogason – KR

Fyrri úrvalslið:
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner