Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. júlí 2016 21:04
Jóhann Ingi Hafþórsson
Borgunarbikarinn: Breiðablik komið í úrslit eftir hörkuleik
Hallbera lagði upp í kvöld.
Hallbera lagði upp í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stjarnan 0 - 2 Breiðablik
0-1 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('31)
0-2 Svava Rós Guðmundsdóttir ('43)
0-3 Fanndís Friðriksdóttir ('66)
1-3 Anna Björk Kristjánsdóttir ('74)
2-3 Ana Victoria Cate ('86)

Það var risaslagur í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í kvöld þegar Breiðablik mætti Stjörnunni.

Breiðablik er ríkjandi íslandsmeistari á meðan Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari.

Það var jafnræði í leiknum framan af og alveg þangað til Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði framhjá Berglindi Hrund í markinu sem hefði átt að gera betur en skot Andreu var beint á hana og missti hún boltann klaufalega undir sig.

Rúmum tíu mínútum siðar tvöfaldaði Svava Rós Guðmundsdóttir muninn. Staðan í hálfleik var því 2-0.

Fanndís Friðriksdóttir bætti svo við marki í seinni hálfleik en Anna Björk Kristjánsdóttir lagaði stöðuna með skalla eftir hornspyrnu. Ana Cate skoraði svo undir lokin og gerði þetta spennandi. Nær komst Stjarnan hins vegar ekki og er Breiðablik því komið í úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner