Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 22. júlí 2016 10:07
Magnús Már Einarsson
Leeds reynir að kaupa Hauk Heiðar
Haukur Heiðar á landsliðsæfingu.
Haukur Heiðar á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leeds hefur lagt fram tilboð í Hauk Heiðar Hauksson, hægri bakvörð AIK og íslenska landsliðsins, samkvæmt heimildum mbl.is.

Haukur var í íslenska landsliðshópnum á EM í Frakklandi en hann á sjö landsleiki að baki.

Garry Monk, fyrrum stjóri Swansea, er stjóri Leeds og hann vill fá Hauk Heiðar til liðsins.

Haukur Heiðar hefur leikið með AIK undanfarin tvö ár en þar áður spilaði hann með KR í þrjú tímabil.

Haukur er 24 ára en hann er uppalinn hjá KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner