Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. júlí 2016 10:30
Magnús Már Einarsson
Lukaku aftur til Chelsea?
Powerade
Fer Lukaku aftur til Chelsea?
Fer Lukaku aftur til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Chelsea er að íhuga 50 milljóna punda tilboð í Romelu Lukaku framherja Everton. Síðarnefnda félagið vill þó fá 65 milljónir punda fyrir Belgann. (Liverpool Echo)

Tottenham ætlar að bjóða Eric Dier nýjan fimm ára samning upp á 70 þúsund pund í viku. Hann verður um leið einn launahæsti leikmaður liðsins. (Telegraph)

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, gæti fengið 20 milljónir punda fyrir félagaskipti hans til Manchester United. (Daily Mail)

Raiola neitar því að félagaskipti Pogba séu í höfn. (The Sun)

Chelsea hefur fengið þau skilaboð að félagið verði að borga 67 milljónir punda til að fá Alvaro Morata frá Real Madrid. (Daily Mirror)

Liverpool er að gera eins árs samning við markvörðinn Alex Manninger. (Liverpool Echo)

West Ham gæti fengið Mario Gomez í sínar raðir en þýski framherjinn er að fara frá Besiktas. (Daily Express)

Chelsea ætlar að bjóða 41,6 milljón punda í Edinson Cavani, framherja PSG. (Le10sport.com)

Sunderland vill fá tvær milljónir punda í skaðabætur frá enska knattspyrnusambandinu fyrir Sam Allardyce. (Sunderland Echo)

West Ham hefur ekki ennþá lagt fram tilboð í Ciaran Clark, varnarmann Aston Villa. (Birmingham Mail)

Georginio Wijnaldum, leikmaður Newcastle, gerir fimm ára samning við Liverpool upp á 75 þúsund pund á viku. (Mirror)

Watford hefur áhuga á Sofiane Boufal, miðjumanni Lille, en hann skoraði 11 mörk í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. (Watford Observer)

Borussia Dortmund er að kaupa Andre Schurrle frá Wolfsburg á 25 milljónir punda. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner