Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. júlí 2016 12:30
Magnús Már Einarsson
Phil Brown vill aðstoða Stóra Sam með landsliðið
Klár í slaginn með Stóra Sam.
Klár í slaginn með Stóra Sam.
Mynd: Getty Images
Phil Brown, stjóri Southend United, hefur áhuga á að gerast aðstoðarþjálfari enska landsliðsins.

Sam Allardyce er að taka við enska landsliðinu en Brown var aðstoðarmaður hans hjá Bolton á sínum tíma.

Stóri Sam vildi fá Brown sem aðstoðarstjóra hjá Sunderland í fyrra en þá hafði Brown ekki áhuga.

„Þegar aðstoðarlandsliðsþjálfara starf býðst þá er þetta allt öðruvísi," sagði hinn 57 ára gamli Brown.

Brown stýrði Hull í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma og margir muna eftir því þegar hann tók hálfleiksræðu úti á velli í leik gegn Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner