Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 22. júlí 2016 14:28
Magnús Már Einarsson
Valur reynir að kaupa Tokic
Hrvoje Tokic.
Hrvoje Tokic.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Valur hefur lagt fram tilboð í Hrvoje Tokic, framherja Víkings Ólafsvíkur, samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Fleiri lið hafa einnig sýnt Tokic áhuga í þessum félagaskiptaglugga.

„Það eru komið tilboð í hann en ég vil ekki segja frá hverjum," sagði Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur, við Fótbolta.net í dag en hann segir að félagið hafi ekki samþykkt neitt tilboð í Tokic ennþá.

Valsmenn eru í framherjaleit en þeir hafa reynt að krækja í Gary Martin frá Víkingi R. undanfarið. Samkvæmt frétt 433.is í dag þá hafa Valsarar einnig sýnt Jonathan Glenn, framherja Breiðabliks, áhuga.

Tokic skoraði tólf mörk í átta leikjum með Víkingi í 1. deildinni í fyrra. Í sumar hefur hann skorað sjö mörk í tíu leikjum í Pepsi-deildinni en Tokic er á meðal markahæstu manna í deildinni.

Tokic fékk rauða spjaldið gegn Stjörnunni í síðasta leik og verður í banni gegn Breiðabliki á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner