Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. júlí 2017 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Njarðvík vann botnliðið - Viktor drjúgur fyrir Vestra
Úr leik hjá Njarðvík. Þeir eru á toppnum.
Úr leik hjá Njarðvík. Þeir eru á toppnum.
Mynd: Raggi Óla
Viktor skoraði tvö fyrir Vestra.
Viktor skoraði tvö fyrir Vestra.
Mynd: Vestri
Öllum leikjum dagsins í 2. deild karla er lokið. Fyrr í dag mættust Huginn og Afturelding, en núna var fjórum leikjum að ljúka.

Á toppnum eftir daginn í dag er Njarðvík. Njarðvíkingar fóru á Höfn í Hornafirði og unnu þar góðan sigur. Njarðvík komst í 2-0 gegn Sindra, en Sindramenn minnkuðu muninn. Njarðvík hélt þó út.

Sindri er á botni deildarinnar og þar fyrir ofan í næstu sætum koma KV og Fjarðabyggð. KV tapaði 2-0 gegn Hetti á heimavelli í dag á meðan Fjarðabyggð lagði Tindastól í skemmtilegum leik.

Fjarðabyggð vann 3-2 sigur í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft.

Að lokum lagði Vestri, sem rak þjálfarann sinn á dögunum, lið Víðis. Þar voru lokatölur 2-1 fyrir Vestra, en Viktor Júlíusson skoraði bæði mörk Vestra á síðasta stundarfjórðungnum.

KV 0 - 2 Höttur
0-1 Ignacio Gonzalo Martinez ('53)
0-2 Brynjar Árnason ('70)

Sindri 1 - 2 Njarðvík
0-1 Styrmir Gauti Fjeldsted ('29)
0-2 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('34)
1-2 Tómas Leó Ásgeirsson ('36)
Rautt spjald: Darko Franic, Sindri ('89)

Tindastóll 2 - 3 Fjarðabyggð
1-0 Ísak Sigurjónsson ('3)
1-1 Loic Cédric Mbang Ondo ('16)
1-2 Enrique Ramiresz Rivas ('47)
1-3 Enrique Ramiresz Rivas ('63)
2-3 Fannar Örn Kolbeinsson ('78)
Rautt spjald: Georgi Karaneychev, Fjarðabyggð ('29), Kenneth Hogg, Tindastóll ('88)

Víðir 1 - 2 Vestri
1-0 Pawel Grudzinski ('37)
1-1 Viktor Júlíusson ('75)
1-2 Viktor Júlíusson ('83)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner