Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. júlí 2017 16:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: KF með stórsigur á Vængjum Júpiters
KF fór illa með Vængi Júpiters.
KF fór illa með Vængi Júpiters.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það eru tveir leikir búnir í 3. deild karla í dag.

Óvænt úrslit litu dagsins ljós á Ólafsfjarðarvelli þar sem heimamenn í KF fengu Vængi Júpiters í heimsókn.

KF gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur 5-0. Jakob Snær Árnason gerði þrennu, Jón Árni Sigurðsson var með eitt og Vitor Vieira Thomas skoraði einnig eitt mark.

Lokatölur 5-0 og þessi úrslit eins og áður segir óvænt þar sem þessi lið eru bæði í toppbaráttu. KF er núna í öðru sæti með 21 stig á meðan Vængir eru með einu stigi minna í þriðja sæti.

Á Vopnafirði gerðu Einherji og Þróttur V. 1-1 jafntefli. Einherji komst yfir, en undir lokin jöfnuðu Þróttarar. Þá höfðu heimamenn misst mann af velli með rautt spjald.

Einherji 1 - 1 Þróttur V.
1-0 Sigurður Donys Sigurðarson ('37)
1-1 Alexander Aron Davorsson ('87)
Rautt spjald: Bjartur Aðalbjörnsson, Einherji ('66)

KF 5 - 0 Vængir Júpiters
1-0 Jakob Snær Árnason ('28)
2-0 Jakob Snær Árnason ('32)
3-0 Jón Árni Sigurðsson ('61)
4-0 Vitor Vieira Thomas ('69)
5-0 Jakob Snær Árnason ('75)




Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner