Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. júlí 2017 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Aleksandar Kolarov til Roma (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Roma er búið að ganga frá kaupnunum á Aleksandar Kolarov frá Manchester City.

Kolarov hefur leikið með Manchester City síðustu sjö ár, hann var Englandsmeistari, bikarmeistari og deildarbikarmeistari með félaginu.

Hann er nú kominn aftur til Ítalíu en hann kom frá Lazio til Manchester City árið 2010.

Kolarov mun hitta nýju liðsfélaga sína í Boston en Roma liðið er þar þessa stundina í æfingaferð, en liðið tekur þátt í æfingamótinu, International Champions Cup þetta árið.

Fyrsti leikur Kolarov fyrir Roma gæti verið gegn Tottenham en liðin mætast á aðfaranótt miðvikudags.





Athugasemdir
banner
banner