Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. júlí 2017 16:30
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Átti fyrirliði Sviss að fá rautt í byrjun leiks?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er í gangi leikur Íslands og Sviss í 2. umferð C-riðils í Evrópumótinu í Hollandi. Markalaust er eftir tæplega hálftíma leik.

Eftir rúmlega fimm mínútna leik fékk Lara Dickenmann fyrirliði Sviss að líta gula spjaldið eftir harkalega tæklingu á Dagnýju okkar Brynjarsdóttur.

Dagný fékk spark frá Dickenmann í mjöðmina og sást greinilega úr stúkunni þegar Dagný lyfti upp bolnum að hún var blóðguð eftir sparkið.

Rússneski dómari leiksins, Anastasia Pustovoitova hafði ekki kjark í að gefa fyrirliða Sviss rauða spjaldið og lét gula spjaldið nægja. Hvað finnst þér?

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner